Kláruðu silkileiðina á Range Rover Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 13:45 Leiðangursmenn kátir að leiðarlokum. Svo virðist sem fyrirtækinu Jaguar/Land Rover sé mikið í mun að sanna fyrir heimsbyggðinni gæði bíla sinna. Fyrir stuttu var tilkynnt um 16.000 km akstur Land Rover Defender bíls frá London til Höfðaborgar á 10 dögum þar á gæði hans myndi reyna mjög. Þeir hjá Land Rover voru einnig að klára mikla langferð þar sem Range Rover Hybrid bíl var ekið frá verksmiðju Land Rover í Solihull til Mumbai í Indlandi og tók sú ferð 53 daga og voru eknir 16.850 km í ferðinni og farið í gegnum 13 lönd. Þessi leið liggur að stórum hluta um silkileiðina fornu sem kínverskt silki var flutt um löngum til Evrópu. Á leiðinni óku leiðangursmenn í yfir 3.300 metra hæð og hæsti punkturinn var í 5.290 metra hæð. Það sprungu 15 dekk á leiðinni. Bílarnir eyddu ekki nema 6,5 lítrum á hundraðið að meðaltali og alvarlegar bilanir voru engar. Eyðslutölurnar vekja sannarlega athygli fyrir svo stóra bíla. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Svo virðist sem fyrirtækinu Jaguar/Land Rover sé mikið í mun að sanna fyrir heimsbyggðinni gæði bíla sinna. Fyrir stuttu var tilkynnt um 16.000 km akstur Land Rover Defender bíls frá London til Höfðaborgar á 10 dögum þar á gæði hans myndi reyna mjög. Þeir hjá Land Rover voru einnig að klára mikla langferð þar sem Range Rover Hybrid bíl var ekið frá verksmiðju Land Rover í Solihull til Mumbai í Indlandi og tók sú ferð 53 daga og voru eknir 16.850 km í ferðinni og farið í gegnum 13 lönd. Þessi leið liggur að stórum hluta um silkileiðina fornu sem kínverskt silki var flutt um löngum til Evrópu. Á leiðinni óku leiðangursmenn í yfir 3.300 metra hæð og hæsti punkturinn var í 5.290 metra hæð. Það sprungu 15 dekk á leiðinni. Bílarnir eyddu ekki nema 6,5 lítrum á hundraðið að meðaltali og alvarlegar bilanir voru engar. Eyðslutölurnar vekja sannarlega athygli fyrir svo stóra bíla.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent