1.700 hestafla Nissan GT-R á 402 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 10:30 Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Breytingafyrirtækið Switzer nær með miklum kúnstum ríflega 1.700 hestöflum útúr þessum Nissan GT-R bíl. Ekki það að óbreyttur GT-R sé eitthvað latur, en þannig er hann 2,8 sekúndur í hundraðið. Þessi náði hinsvegar 402 km hraða á einni mílu í árlegri keppni sem haldin er í nágrenni Moskvu í Rússlandi, en þar keppa bílar um að komast eina mílu á sem sneggstum tíma. Það tók hann aðeins 22,6 sekúndur að ná 402 km hraða og hafa aðeins tveir aðrir bílar náð yfir 400 km hraða í keppninni, Ford GT og breyttur Chevrolet Camaro. Forþjöppur þessa Nissan GT-R bíls, sem fengið hefur nafnið „Goliath“, eru aðrar en þær upprunanlegu og bætt hefur verið við risastórum keflablásurum, en vélin er sú sama, þ.e. 3,8 lítra sex strokka vél. Þó að mikið sé breytt í vélarrúmi GT-R bílsins er hann ennþá löglegur á venjulegum götum. Bæði má sjá myndir innanúr bílnum og fyrir utan í míluspyrnunni í meðfylgjandi myndskeiði
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent