Aflmikill, ódýr, léttur og sparneytinn Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 13:15 Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent
Caterham framleiðir afar skemmtilega sportbíla sem sameina margt það allra besta sem áhugamenn um aflmikla og aksturshæfa bíla dreymir um. Nýjasta afurð bretanna frá Caterham heitir AeroSeven og vegur aðeins 490 kíló, er 6,5 sekúndur í hundraðið, með hámarkshraðann 160 og liggur eins og klessa. Hann kostar aðeins 2,9 milljónir í Bretlandi. Hlutfallið hestöfl pr. tonn er 161 hestafl sem gerir hann að afar öflugum bíl þó svo hann sé einungis með 79 hestafla Suzuki mótor sem er þriggja strokka. Einnig má fá þennan bíl með 240 hestafla tveggja lítra vél sem skilar honum í hundraðið á innan við 4 sekúndum. Caterham er einnig að vinna að bíl með minni vélinni sem er byggður með koltrefjum og þá verður hann ennþá sneggri og með enn betri aksturshæfni. Sá bíll mun kosta aðeins meira, eða 3,5 milljónir króna. Allir gerðir þessa bíls eru tveggja sæta.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent