Ford með methagnað í þriðja ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 08:45 Ford Focus ST Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent