Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ 28. október 2013 11:39 Haukur skoðar heiminn er nafn nýrra vefsjónvarpsþátta sem Vísir og Harmageddon.is frumsýna í dag. Umsjónarmaður þáttanna er Haukur Viðar Alfreðsson og mun hann koma víða við í vetur. Í þessum fyrsta þætti setur Haukur saman sannkallaða súpergrúppu og hljóðritar frumsamið lag til að senda í Söngvakeppnina 2014. En tíminn er naumur og hópurinn hefur aðeins þrjár klukkustundir til að taka upp lagið og skila því áður en skilafresturinn rennur út. Haukur hefur áhyggjur af því að hann uppfylli ekki öll skilyrði keppninnar en lætur þó slag standa. „Ég vona að þeir hafni mér ekki,“ segir hann og bætir því við að hann hafi alltaf látið sig dreyma um að fara til Danmerkur þar sem keppnin er haldin. Tekst Hauki að skila laginu í tæka tíð? Kemst lagið áfram í aðalkeppnina? Mun súpergrúppa Hauks vinna hug og hjörtu Evrópu? Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Jón Gnarr telur heiminn bættari án trúarbragða Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Skiptir máli að kalla sig femínista? Harmageddon Vilt þú komast á Orgy stefnumót? Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon
Haukur skoðar heiminn er nafn nýrra vefsjónvarpsþátta sem Vísir og Harmageddon.is frumsýna í dag. Umsjónarmaður þáttanna er Haukur Viðar Alfreðsson og mun hann koma víða við í vetur. Í þessum fyrsta þætti setur Haukur saman sannkallaða súpergrúppu og hljóðritar frumsamið lag til að senda í Söngvakeppnina 2014. En tíminn er naumur og hópurinn hefur aðeins þrjár klukkustundir til að taka upp lagið og skila því áður en skilafresturinn rennur út. Haukur hefur áhyggjur af því að hann uppfylli ekki öll skilyrði keppninnar en lætur þó slag standa. „Ég vona að þeir hafni mér ekki,“ segir hann og bætir því við að hann hafi alltaf látið sig dreyma um að fara til Danmerkur þar sem keppnin er haldin. Tekst Hauki að skila laginu í tæka tíð? Kemst lagið áfram í aðalkeppnina? Mun súpergrúppa Hauks vinna hug og hjörtu Evrópu? Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Jón Gnarr telur heiminn bættari án trúarbragða Harmageddon „Af fenginni reynslu er mér ljóst að þetta eru ekki kjarkmiklir menn“ Harmageddon Sannleikurinn: Vill myrða námsmenn sem skila sér ekki heim Harmageddon Margrét Tryggvadóttir gerir upp störf sín á Alþingi Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Ræða Martin Luther King framkallar enn gæsahúð Harmageddon Skiptir máli að kalla sig femínista? Harmageddon Vilt þú komast á Orgy stefnumót? Harmageddon Slash aftur í Guns N' Roses? Harmageddon