Sögulok Holden skúffubílsins Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2013 13:26 Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Hjá andfætlingum okkar í Ástralíu hefur Holden bílaframleiðandinn framleitt Holden Commodore skúffubílinn í 65 ár, en nú er komið að leiðarlokum. Holden, sem er í eigu General Motors, getur ekki lengur réttlætt þróun nýrrar kynslóðar þessa bíls þar sem sala hans hefur látið mikið undan síga á síðustu árum fyrir bílum eins og Toyota Hilux og ódýrum skúffubílum sem framleiddir eru í Tælandi. Holden hefur gegnum árin átt stóran hluta bílamarkaðarins í Ástralíu, en á nú einungis 10% hans, sem er lægsta hlutfall innlendrar framleiðslu frá árinu 1957. Sala Holden Commodore skúffubílsins hefur minnkað um 31% í ár frá því í fyrra. Framleiðslu núverandi kynslóða Holden skúffubílsins verður ekki hætt fyrr en í enda ársins 2016, svo aðdáendur hans hafa enn tíma til að tryggja sér eintak áður en sölunni verður endanlega hætt.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent