Fótbolti

Draugamarksleikurinn verður ekki spilaður aftur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rudi Völler, þjálfari Leverkusen, mætir í höfuðstöðvar Knattspyrnusambands Þýskalands til að hlíða á niðurstöðu dómstólsins.
Rudi Völler, þjálfari Leverkusen, mætir í höfuðstöðvar Knattspyrnusambands Þýskalands til að hlíða á niðurstöðu dómstólsins. Nordicphotos/Getty
2-1 sigur Bayer Leverkusen á Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu mun standa. Íþróttadómstóll Þýskalands staðfesti þetta í dag.

Skalli Stefan Kiessling, framherja Bayer Leverkusen, fór af stönginni og í hliðarnetið. Þaðan fór boltinn í gegnum gat á hliðarnetinu og inn í markið.

Dómarinn, Felix Brych, ráðfærði sig við aðstoðardómarann. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa. Markið kom Leverkusen í 2-0 áður en Hoffenheim minnkaði muninn.

Forsvarsmenn Hoffenheim kærðu úrslit leiksins sem nú hefur komið í ljós að muni standa. Atvikið hefur ýtt undir umræðu í Þýskalandi um marklínutækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×