Elon Musk segir vetnisbíla vitleysu Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2013 15:30 Hann sparar ekki stóru orðin hann Elon Musk. Forstjóri Tesla, uppfinningamaðurinn Elon Musk, var staddur í Þýskalandi í síðustu viku og tjáði sig þar mjög opinskátt um framtíð bíliðnaðarins og hversu stórt hlutverk rafmagnsbílar myndu hafi í framtíðinni og hversu brýnt það er að hægja á bruna á jarðefnaeldsneyti á jörðinni. Musk fór einnig yfir aðra tækni sem gerðar hafa verið tilraunir með til að leysa jarðefnaeldsneytið af hólmi, svo sem vetni. Musk sagði að notkun vetnis í bíla væri best lýst með einu orði, þ.e. vitleysa! Hann sagði að eina markmið bílaframleiðenda með að þróa vetnisbíla væri í markaðstilgangi og ímyndarsköpun. Þessi tækni væri alltof dýr og hættuleg. Vetni væri afar hættulegt gas. Það væri heppilegt til notkunar í stórar eldflaugar, en alls ekki í bíla. Þar sem Musk var í Þýskalandi sagði hann frá sérstökum hraðabrautarpakka sem Tesla mun bjóða þýskum kaupendum bílsins. Með honum verður bíllinn hæfari til aksturs á þýskum hraðbrautum, með meira afl og fjöðrun sem ræður við meiri hraða. Hann greindi einnig frá þéttingu nets hleðslustöðva í Þýskalandi og að við enda næsta árs muni enginn Þjóðverji vera lengra frá hleðslustöð en sem næmi 200 km og að 80% þeirra verði nær en 100 km frá næstu hleðslustöð. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent
Forstjóri Tesla, uppfinningamaðurinn Elon Musk, var staddur í Þýskalandi í síðustu viku og tjáði sig þar mjög opinskátt um framtíð bíliðnaðarins og hversu stórt hlutverk rafmagnsbílar myndu hafi í framtíðinni og hversu brýnt það er að hægja á bruna á jarðefnaeldsneyti á jörðinni. Musk fór einnig yfir aðra tækni sem gerðar hafa verið tilraunir með til að leysa jarðefnaeldsneytið af hólmi, svo sem vetni. Musk sagði að notkun vetnis í bíla væri best lýst með einu orði, þ.e. vitleysa! Hann sagði að eina markmið bílaframleiðenda með að þróa vetnisbíla væri í markaðstilgangi og ímyndarsköpun. Þessi tækni væri alltof dýr og hættuleg. Vetni væri afar hættulegt gas. Það væri heppilegt til notkunar í stórar eldflaugar, en alls ekki í bíla. Þar sem Musk var í Þýskalandi sagði hann frá sérstökum hraðabrautarpakka sem Tesla mun bjóða þýskum kaupendum bílsins. Með honum verður bíllinn hæfari til aksturs á þýskum hraðbrautum, með meira afl og fjöðrun sem ræður við meiri hraða. Hann greindi einnig frá þéttingu nets hleðslustöðva í Þýskalandi og að við enda næsta árs muni enginn Þjóðverji vera lengra frá hleðslustöð en sem næmi 200 km og að 80% þeirra verði nær en 100 km frá næstu hleðslustöð.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent