Lexus IS bíll ársins hjá Esquire Finnur Thorlacius skrifar 11. október 2013 08:45 Lexus IS Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Karlatímaritið Esquire velur árlega bíl ársins og í þetta skipti hreppti Lexus IS titilinn. Hingað til hafa einungis þýskir eða bandarískir bílar orðið fyrir valinu hjá blaðinu, bílar eins og Audi S4 og Cadillac ATS. Þetta er því í fyrsta skiptið sem japanskur bíll hlýtur náð hjá blaðamönnum blaðsins. Þeir sögðu við valið að það óvenjulega hefði gerst með þessum bíl að skemmtanagildið væri númer eitt, en öryggi, skynsemi og hagkvæmni kæmu þar á eftir. Með þessum bíl hefði Lexus tekist að ná BMW 3-línunni í akstursgetu án þess að tapa japönskum eftirsóknarverðum einkennum sínum. Ennfremur sögðu þeir að Lexus IS350 F Sport væri engum bíl líkur, snöggur, djarfur og heiðarlegur. Undir þessi orð Esquire getur bílablaðamaður visir.is og Fréttablaðsins tekið, en Lexus IS vakti talsverða hrifningu við prófun.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent