Hallbera Guðný Gísladóttir og félagar í Piteå unnu 1-0 sigur á Mallbacken í næstsíðustu umferðinni í sænska kvennaboltanum í dag en Kristianstad varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli á móti Vittsjö. Piteå náði með þessu tveggja stiga forskoti á Kristianstad í baráttunni um sjöunda sæti deildarinnar.
Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn í vinstri bakverðinum með Piteå en það var Josefin Johansson sem skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Sif Atladóttir léku allan leikinn meða Kristianstad í 1-1 jafntefli á móti Vittsjö. Guðný Björk Óðinsdóttir er meidd.
Stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur í Kristianstad fengu draumabyrjun þegar Olivia Welin skoraði strax á 2. mínútu leiksins en Jane Ross skoraði jöfnunarmark Vittsjö á 52. mínútu leiksins.

