Loka hraðbrautum í Peking vegna mengunar Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 08:45 Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent
Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent