Nissan býður loks Infinity í Japan Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 10:45 Infinity Q50 Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent
Nissan stofnaði lúxusbílaarm sinn, Infinity, til þess eins að selja bíla undir því merki í öðrum löndum, aðallega Bandaríkjunum. Því hafa Infinity bílar aldrei verið seldir í heimalandinu Japan. Þó eru flestir Infinity bílar framleiddir í Japan. Nú hefur Nissan tekið þá ákvörðun að selja loks Infinity bíla þar og er helsta ástæða þess hörð samkeppni frá þýsku lúxusbílaframleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz og það í þeirra eigin heimalandi. Infinity bílar verða seldir í sölustöðum Nissan í Japan og fyrsti bíllinn sem fer í sölu verður Infinity Q50. Á undanförnum árum hefur Infinity merkið átt í stökustu vandræðum með að skapa Nissan hagnað þar sem japanska yenið hefur verið svo sterkt gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Infinity hefur aðeins skapað 1% af hagnaði Nissan á undanförnum 2 árum, en þar sem yenið hefur fallið mikið á þessu ári hefur gæfan snúist Infinity í hag og mun skila tilætluðum hagnaði, eða um 6-7% af veltu og mun stærri sneið í heildarhagnaði Nissan.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent