Spillingin blómstrar í fyrirtækjum á nýmarkaðssvæðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. október 2013 11:00 Framkvæmdir í Kína. Nordicphotos/AFP Samkvæmt könnun Transparency International á þeim hundrað fyrirtækjum sem vaxið hafa hraðast á nýmarkaðssvæðum er spilling og leyndarhyggja ríkjandi í þeim flestum. Þrjú af hverjum fjórum þessara hundrað fyrirtækja fengu minna en fimm stig á gegnsæiskvarðanum, þar sem 10 táknar mest gegnsæi. Kannað var meðal annars hve miklar upplýsingar þessi fyrirtæki veita um eignir sínar og til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að vinna á móti spillingu. Í ljós kom að 60 prósent þeirra veita engar upplýsingar um pólitísk framlög til þeirra. Verst er ástandið í Kína, þar sem útkoman var tvö stig af 10, en best var hún á Indlandi þar sem meðalútkoman var 5,4. Brasilía, Rússland og Suður-Afríka koma þar á milli, en þessi fimm lönd eru stærstu nýmarkaðssvæði heims. Útkoma einstakra fyrirtækja var ekki alltaf í samræmi við meðaltal landsins. Þannig kom flugfélagið Emirates Airlines, sem rekið er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, mjög vel út og fékk 100 stig þegar spurt var um gegnsæi í fyrirtækjum. Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies fékk hins vegar núll stig, og sama niðurstaðan fékkst hjá tíu öðrum fyrirtækjum. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt könnun Transparency International á þeim hundrað fyrirtækjum sem vaxið hafa hraðast á nýmarkaðssvæðum er spilling og leyndarhyggja ríkjandi í þeim flestum. Þrjú af hverjum fjórum þessara hundrað fyrirtækja fengu minna en fimm stig á gegnsæiskvarðanum, þar sem 10 táknar mest gegnsæi. Kannað var meðal annars hve miklar upplýsingar þessi fyrirtæki veita um eignir sínar og til hvaða ráðstafana þau hafa gripið til að vinna á móti spillingu. Í ljós kom að 60 prósent þeirra veita engar upplýsingar um pólitísk framlög til þeirra. Verst er ástandið í Kína, þar sem útkoman var tvö stig af 10, en best var hún á Indlandi þar sem meðalútkoman var 5,4. Brasilía, Rússland og Suður-Afríka koma þar á milli, en þessi fimm lönd eru stærstu nýmarkaðssvæði heims. Útkoma einstakra fyrirtækja var ekki alltaf í samræmi við meðaltal landsins. Þannig kom flugfélagið Emirates Airlines, sem rekið er í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, mjög vel út og fékk 100 stig þegar spurt var um gegnsæi í fyrirtækjum. Kínverska fyrirtækið Huawei Technologies fékk hins vegar núll stig, og sama niðurstaðan fékkst hjá tíu öðrum fyrirtækjum.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira