Hljómsveitin Vök með útgáfutónleika í kvöld Máni Pétursson skrifar 17. október 2013 15:06 Hljómsveitina Vök stofnuðu þau Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson formlega í desember 2012, en þau höfðu áður gert saman tónlist. Vök tók þátt í Músíktilraunum 2013 þar sem þau sigruðu með miklum glæsibrag. Á tónleikunum í kvöld skartar hljómsveitin nýjum meðlimi Ólafi Alexander Ólafsyni en hann hefur verið að spila með sveitinni undanfarið. Ólafur þessi hefur ekki langt að sækja ástríðuna fyrir tónlist enda er hann sonur eins þekktasta útvarpsmanns landsins Ólafs Páls Gunnarssonar á Rás 2. Tension, sem er sex laga stuttskífa, er nú einnig fáanleg á vínyl. Það er Record Records sem gefur út. Platan kom út á geisladiski í júlí síðastliðnum og hefur fengið lofsamlegar viðtökur. Þá hafa lögin Before og Ég bíð þín notið talsverða vinsælda í útvarpsviðtækjum landsmanna. Record Records hefur áður veðjað á hljómsveitir sem hafa unnið Músíktilraunir og má þar nefna hljómsveitirnar Of Monsters and Men, Agent Fresco og Mammút. Það er því óhætt að segja að þessi árlega keppni sé mikil gróðrarstía fyrir upprennandi hljómsveitir og tónlistarmenn. Record Records bindur miklar vonir við sveitina og hafa nú þegar margir erlendir aðilar sýnt hljómsveitinni áhuga. Vök mun fagna útkomu Tension á vínyl með tónleikum á KEX í kvöld næstkomandi. Miða er hægt að nálgast á miði.ishttps://midi.is/tonleikar/1/7896/ Harmageddon Mest lesið Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Sannleikurinn: Fjármálaráðherra byrlað nauðgunarlyf á gamlárskvöld Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Sannleikurinn: Ekki hægt að auglýsa stöðu forstjóra Landspítalans vegna fjárskorts Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum Harmageddon
Hljómsveitina Vök stofnuðu þau Margrét Rán Magnúsdóttir og Andri Már Enoksson formlega í desember 2012, en þau höfðu áður gert saman tónlist. Vök tók þátt í Músíktilraunum 2013 þar sem þau sigruðu með miklum glæsibrag. Á tónleikunum í kvöld skartar hljómsveitin nýjum meðlimi Ólafi Alexander Ólafsyni en hann hefur verið að spila með sveitinni undanfarið. Ólafur þessi hefur ekki langt að sækja ástríðuna fyrir tónlist enda er hann sonur eins þekktasta útvarpsmanns landsins Ólafs Páls Gunnarssonar á Rás 2. Tension, sem er sex laga stuttskífa, er nú einnig fáanleg á vínyl. Það er Record Records sem gefur út. Platan kom út á geisladiski í júlí síðastliðnum og hefur fengið lofsamlegar viðtökur. Þá hafa lögin Before og Ég bíð þín notið talsverða vinsælda í útvarpsviðtækjum landsmanna. Record Records hefur áður veðjað á hljómsveitir sem hafa unnið Músíktilraunir og má þar nefna hljómsveitirnar Of Monsters and Men, Agent Fresco og Mammút. Það er því óhætt að segja að þessi árlega keppni sé mikil gróðrarstía fyrir upprennandi hljómsveitir og tónlistarmenn. Record Records bindur miklar vonir við sveitina og hafa nú þegar margir erlendir aðilar sýnt hljómsveitinni áhuga. Vök mun fagna útkomu Tension á vínyl með tónleikum á KEX í kvöld næstkomandi. Miða er hægt að nálgast á miði.ishttps://midi.is/tonleikar/1/7896/
Harmageddon Mest lesið Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Sannleikurinn: Fjármálaráðherra byrlað nauðgunarlyf á gamlárskvöld Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Grimmur gyðingur fallinn frá Harmageddon Þingmaður treystir sér ekki til að starfa í banka Harmageddon Sannleikurinn: Sminkurnar á Stöð 2 að gefast upp á Loga Bergmann Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Sannleikurinn: Ekki hægt að auglýsa stöðu forstjóra Landspítalans vegna fjárskorts Harmageddon Plötusala í Bandaríkjunum aldrei verið minni Harmageddon #FreeTheNipple er byltingarkennt af mörgum ástæðum Harmageddon