Knattspyrnuþjálfarinn Teitur Þórðarson á í viðræðum við norska knattspyrnufélagið Stördals-Blink um að taka við þjálfun liðsins.
Teitur er í dag þjálfari Funnefoss/Vormsund í norsku þriðju deildinni. Liðið er í toppbaráttunni og á góða möguleika á að komast upp um deild. Teitur viðurkennir þó að hafa rætt málin við Stördals-Blink.
„Félagið hafði samband við mig og aðstæður eru þannig hjá mér að starf hjá Stördals-Blink er áhugavert,“ sagði Teitur við Stördalens Blad.
Framkvæmdastjóri félagsins hefur mikinn áhuga á að fá Teit til starfa. Hann segist vona til þess að hægt verði að ganga frá málunum á næstu tveimur mánuðum.
Verði af vistaskiptunum mun Teitur komast nær syni sínum og barnabörnum sem búa í Skatval.
Teitur gæti söðlað um
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti



„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
