Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með Piteå þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Tyresö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Lið Tyresö er skipað sterkum leikmönnum úr öllum áttum en líklega er engin betri en hin brasilíska Marta. Henni tókst þó ekki að finna leiðina í markið í dag.
Tyresö varð því af tveimur stigum í toppbaráttunni gegn LdB Malmö. Lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur hefur nú þriggja stiga forskot auk þess að eiga leik á morgun gegn Jitex til góða.
Sara Björk var afar ánægð með Hallberu og félaga líkt og sjá má að neðan.
Hallbera og félagar gerðu Söru og Þóru vænan greiða
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti




„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn