Bílaframleiðendur hópast til Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 13:44 Mercedes Benz GLK-Class verður framleiddur í Brasilíu. Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent