Bílaframleiðendur hópast til Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 13:44 Mercedes Benz GLK-Class verður framleiddur í Brasilíu. Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent
Brasilía virðist vera heitasti staðurinn í bílaheiminum þessa dagana því allir virðast vera að setja upp verksmiðju þar. Toyota hefur fjárfest mikið þar undanfarið, sem og BMW, Audi og Mercedes Benz, en allir þessir framleiðendur eru með verksmiðjur í Brasilíu. Mercedes Benz setti 27 milljarða króna í nýja verksmiðju í Brasilíu þar sem framleiddur verður nýr GLA-Class. Brasilía má segja að sé hin nýja Mexíkó hvað það varðar að þar hafa bílaframleiðendur smíðað bíla sem seldir eru svo í Bandaríkjunum. Svo virðist vera sem Jaguar – Land Rover muni svo bætast í hópinn en sögur herma að í Brasilíu ætli Land Rover að smíða Freelander jepplinginn, sem mestmegnis verður seldur í Bandaríkjunum. Líklega ræður mestu við val bílaframleiðendanna á staðsetningu verksmiðja sinna hversu ódýrt vinnuafl má fá í Brasilíu.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent