Þrír nýir frá Mitsubishi Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 08:45 Þessir 3 nýju Mitsubishi bílar verða kynntir í Tokyo. Mitsubishi ætlar að kynna 3 nýja bíla á bílasýningunni í Tokyo í næsta mánuði. Nöfn þessara þriggja bíla eru ekki sérlega grípandi, eða GC-PHEV, XR-PHEV og AR. Sá fyrstnefndi er líklega arftaki Pajero jeppans, en GC stendur fyrir Grand Cruiser. Þessi bíll er fjórhjóladrifinn Plug-In Hybrid jeppi með öfluga vél. XR-PHEV er minni bíll, þ.e. jepplingur sem líklegast er arftaki ASX bílsins, sem hyrfi því af sjónarsviðinu líkt og Pajero. Þar er líka á ferðinni Plug-In Hybrid bíll, en svo virðist sem Mitsubishi leggi nú mesta áherslu á framleiðslu slíkra bíla. Heyrst hefur að XR-PHEV sé á stærð við Nissan Juke og hafi ekki svo ólíkt lag. Þriðji bíllinn, AR er fjölnotabíll og stafirnir standa fyrir Active Runabout. Hann styðst ekki við rafmagn, heldur eingöngu forþjöppudrifna litla bensínvél. Mitsubishi hefur á síðustu árum ekki kynnt neina nýja bíla, svo það var kominn tími á nýjungar þaðan. Á myndinni sem fylgir sést ekki mikið af útliti þessara bíla, aðeins útlínur þeirra að framan. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent
Mitsubishi ætlar að kynna 3 nýja bíla á bílasýningunni í Tokyo í næsta mánuði. Nöfn þessara þriggja bíla eru ekki sérlega grípandi, eða GC-PHEV, XR-PHEV og AR. Sá fyrstnefndi er líklega arftaki Pajero jeppans, en GC stendur fyrir Grand Cruiser. Þessi bíll er fjórhjóladrifinn Plug-In Hybrid jeppi með öfluga vél. XR-PHEV er minni bíll, þ.e. jepplingur sem líklegast er arftaki ASX bílsins, sem hyrfi því af sjónarsviðinu líkt og Pajero. Þar er líka á ferðinni Plug-In Hybrid bíll, en svo virðist sem Mitsubishi leggi nú mesta áherslu á framleiðslu slíkra bíla. Heyrst hefur að XR-PHEV sé á stærð við Nissan Juke og hafi ekki svo ólíkt lag. Þriðji bíllinn, AR er fjölnotabíll og stafirnir standa fyrir Active Runabout. Hann styðst ekki við rafmagn, heldur eingöngu forþjöppudrifna litla bensínvél. Mitsubishi hefur á síðustu árum ekki kynnt neina nýja bíla, svo það var kominn tími á nýjungar þaðan. Á myndinni sem fylgir sést ekki mikið af útliti þessara bíla, aðeins útlínur þeirra að framan.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent