Flottur Chrysler sem aldrei varð Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2013 14:15 Árið 2004 þegar Chrysler tilheyrði Daimler samsteypunni, sem er móðurfélag Mercedes Benz, urðu til nokkrir spennandi bílar á teikniborði Chrysler. Sumir þeirra fóru í framleiðslu, eins og Chrysler 300C, Chrysler Crossfire og Chrysler Pacifica fjölnotabíllinn. Aðrir náðu því bara að vera smíðaðir sem tilraunaeintök og þessi flotti Chrysler ME-Four Twelve Concept var einn þeirra. Hann var sannkallaður ofurbíll með V12 tólf strokka vél frá Mercedes Benz sem var miðjusett í bílnum. Hann var fær um að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og 160 km hraða á 6,2 sekúndum með sín 850 hestöfl. Hann hefði hæglega geta keppt við ofurbíla þess tíma eins og Ferrari Enzo. Sprengirými vélarinnar, sem var frá AMG hluta Benz, var 6 lítrar. Bíllinn var afturhjóladrifinn og tengdur við 7 gíra skiptingu sem skipta mátti með flipum á stýrinu. Yfirbygging bílsins var að mestu úr koltrefjum og áli og vóg bíllinn aðeins 1.310 kíló, þótt nokkuð stór væri, en var þó aðeins ætlaður 2 farþegum. Bíllinn fór samt aldrei í framleiðslu. Daimler varð síðan að selja Chrysler með umtalsverðu tapi og eignarhaldið var álitið mikil mistök. Þó hagnaðist Chrysler árin 2004 og 2005, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina. Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent
Árið 2004 þegar Chrysler tilheyrði Daimler samsteypunni, sem er móðurfélag Mercedes Benz, urðu til nokkrir spennandi bílar á teikniborði Chrysler. Sumir þeirra fóru í framleiðslu, eins og Chrysler 300C, Chrysler Crossfire og Chrysler Pacifica fjölnotabíllinn. Aðrir náðu því bara að vera smíðaðir sem tilraunaeintök og þessi flotti Chrysler ME-Four Twelve Concept var einn þeirra. Hann var sannkallaður ofurbíll með V12 tólf strokka vél frá Mercedes Benz sem var miðjusett í bílnum. Hann var fær um að ná 100 km hraða á 2,9 sekúndum og 160 km hraða á 6,2 sekúndum með sín 850 hestöfl. Hann hefði hæglega geta keppt við ofurbíla þess tíma eins og Ferrari Enzo. Sprengirými vélarinnar, sem var frá AMG hluta Benz, var 6 lítrar. Bíllinn var afturhjóladrifinn og tengdur við 7 gíra skiptingu sem skipta mátti með flipum á stýrinu. Yfirbygging bílsins var að mestu úr koltrefjum og áli og vóg bíllinn aðeins 1.310 kíló, þótt nokkuð stór væri, en var þó aðeins ætlaður 2 farþegum. Bíllinn fór samt aldrei í framleiðslu. Daimler varð síðan að selja Chrysler með umtalsverðu tapi og eignarhaldið var álitið mikil mistök. Þó hagnaðist Chrysler árin 2004 og 2005, en eftir það fór að síga á ógæfuhliðina.
Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent