Sænska liðið Elfsborg hefur ráðið nýjan þjálfara en Joergen Lennartsson var rekinn frá félaginu í dag. Klas Ingesson mun taka við liðinu en hann var í bronsliði Svía frá HM 1994.
Skúli Jón Friðgeirsson, fyrrum KR-ingur, leikur með liði Elfsborg en hann hefur ekki fengið nein tækifæri með liðinu á þessu tímabili. Nú er bara að sjá hvort koma Klas Ingesson breyti einhverju um það.
Joergen Lennartsson gerði Elfsborg að sænskum meisturum í fyrra en það hefur ekki gengið eins vel hjá liðinu á þessu tímabili. Elfsborg er sem stendur í 6. sæti tólf stigum á eftir toppliði Malmö.
Klas Ingesson er 45 ára gamall og sigraðist á krabbameini fyrir nokkrum árum. Þetta er hans fyrsta alvörustarf sem þjálfari meistaraflokks en leikmannaferill hans endaði á Ítalíu árið 2001. Ingesson hefur síðustu árin unnið sem unglingaþjálfari hjá Elfsborg.
Klas Ingesson lék á sínum tíma með IFK Göteborg, Mechelen, PSV Eindhoven, Sheffield Wednesday, Bari, Bologna, Marseille og Lecce en hann skoraði 13 mörk í 57 landsleikjum fyrir Svía.
Klas Ingesson hefur sterka Íslandstengingu því hann skoraði sigurmark Svía í 1-0 sigri á Íslandi á Laugardalsvellinum 7. september 1994 en sænska liðið var þó "nýkomið" frá HM í Bandaríkjunum þar sem liðið vann bronsið.
Íslandsbani nýr þjálfari Skúla Jóns hjá Elfsborg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti

Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti

