118 milljarða tap hjá BlackBerry Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. september 2013 09:00 BlackBerry var eitt sinn eitt vinsælasta snjallsímafyrirtæki í heimi. Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna. BlackBerry greindi frá því í gær að tap fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa starfsárs hefði numið 620 milljónum punda eða því sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna. „Við neyðumst til að ráðast í erfiðar en nauðsynlegar breytingar til að þrífast í þeirri miklu samkeppni sem er í þessari grein,“ segir Thorsten Heins, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta kanadíska fyrirtæki var leiðandi í þróun snjallsíma fyrir örfáum árum og var stofnað árið 1999. Á hátindi fyrirtækisins voru 20 þúsund starfsmenn á mála hjá fyrirtækinu. BlackBerry hefur orðið undir í samkeppni við Apple og Samsung á snjallsímamarkaðnum. Búist var við slæmri rekstarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi en tap fyrirtækisins var talsvert meira en búist var við. Endurskipuleggja þarf rekstur fyrirtækisins nánast frá grunni og því verður ráðist í umfangsmiklar uppsagnir á næstu vikum. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna. BlackBerry greindi frá því í gær að tap fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa starfsárs hefði numið 620 milljónum punda eða því sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna. „Við neyðumst til að ráðast í erfiðar en nauðsynlegar breytingar til að þrífast í þeirri miklu samkeppni sem er í þessari grein,“ segir Thorsten Heins, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta kanadíska fyrirtæki var leiðandi í þróun snjallsíma fyrir örfáum árum og var stofnað árið 1999. Á hátindi fyrirtækisins voru 20 þúsund starfsmenn á mála hjá fyrirtækinu. BlackBerry hefur orðið undir í samkeppni við Apple og Samsung á snjallsímamarkaðnum. Búist var við slæmri rekstarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi en tap fyrirtækisins var talsvert meira en búist var við. Endurskipuleggja þarf rekstur fyrirtækisins nánast frá grunni og því verður ráðist í umfangsmiklar uppsagnir á næstu vikum.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent