Neyddar til að vinna sautján tíma á sólarhring Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. september 2013 13:45 Nadesjda Tolokonnikova í réttarsal í sumar. Mynd/AP „Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.” Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
„Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,” segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfangavörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig, þegar hún var nýkomin til að apflána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fangabúðum í heilt ár, en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt þetta bréf á fréttavef sínum. Hún hefur unnið á saumastofu í fangabúðunum þar sem framleiddir eru lögreglubúningar. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefn á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnudaga," segir í bréfinu. Formlega eru fangarnir látnir fylla út beiðni um að fá að vinna um helgar, en nánast enginn þorir að óhlýðnast eindregnum skipunum um að fylla út slíka beiðni. „Einu sinni bað fimmtug kona um að fá að fara aftur í svefnskála klukkan átta að kvöldi í staðinn fyrir að vinna til hálfeitt, þannig að hún kæmist í rúmið klukkan 10 og gæti náð átta tíma svefni bara einu sinni í viku. Henni leið illa og var með háan blóðþrýsting. Viðbrögðin voru þau að haldinn var deildarfundur til þess að gera lítið úr henni, niðurlægja og auðmýkja hana, og stimpla hana sem sníkjudýr: Hvað, heldurðu að þú sért sú eina sem vill meiri svefn. Þú þarft að leggja harðar að þér, beljan þín!" Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikilvægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. Hún segist vera heppin að vera þekkt persóna og hafi því sloppið við barsmíðar: „Hinir eru barðir. Fyrir að geta ekki haldið í við hina. Þeir berja þá í nýrun og í andlitið.” Yfirmenn í fangelsinu gæta þess reyndar vandlega að standa ekki sjálfir í slíkum barsmíðum, heldur láta aðra fanga sjá um það - fanga sem eru í náðinni en þurfa í staðinn að standa í slíkum skítverkum. Andrúmsloftið í fangabúðunum sé þrungið spennu og stöðugt sé verið að hóta föngum: „Fangarnir eru alltaf á barmi taugaáfalls, æpa hver á annan og slást um smæstu hluti. Bara nýlega var kona stungin í hausinn með skærum vegna þess að hún skilaði ekki buxum af sér á réttum tíma. Önnur reyndi að skera gat á magann sinn með járnsög. Þeir stöðvuðu hana.”
Andóf Pussy Riot Rússland Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent