Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason var á skotskónum fyrir norska liðið Lilleström í kvöld en það dugði ekki til að þessu sinni. Liðið er því úr leik í bikarkeppninni.
Pálmi Rafn kom Lilleström á bragðið í fyrri hálfleik. Lilleström leiddi 2-1 er venjulegum leiktíma var lokið en þá jafnaði Magne Hoseth fyrir Molde og varð því að framlengja leikinn.
Molde var sterkari aðilinn í framlengingunni en tókst samt ekki að skora. Varð því að grípa til vítaspyrnukeppni.
Skorað var úr fyrstu níu spyrnum vítaspyrnukeppninnar en Lilleström klúðraði sinni fimmtu spyrnu og Molde skreið því áfram í keppninni. Pálmi var ekki ein af vítaskyttum Lilleström.
Pálmi og félagar úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Mest lesið

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti





„Ég hef hluti að gera hér“
Körfubolti


Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Handbolti

