Pálmi Rafn kom Lilleström á bragðið í fyrri hálfleik með frábærri afgreiðslu úr þröngu færi. Pálim Rafn og félagar komust aftur í 2-1 en gestirnir jöfnuðu með stórbrotnu skoti utan teigs.
Markvörður Molde reyndist hetja í vítaspyrnukeppninni. Mark Pálma, glæsimark Molde og fleiri tilþrif má sjá í myndbandinu hér að neðan frá TV2 í Noregi.