BL frumsýnir þrjá BMW sportara Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2013 15:38 Nýr BMW 428i Coupe xDrive, nýr BMW 525d xDrive og nýr BMW 320d xDrive Grand Turismo bílar verða frumsýndir á BMW sýningu í BL á morgun, laugardag. Stjarna sýningarinnar verður nýr og glæsilegur tveggja hurða BMW 428i Coupe. Nýi fjarkinn er að mestu smíðaður á álgrind eins og 3 línan en er bæði breiðari, lægri og lengri eins og gjarnt er um sportbíla. Með xDrive tölvuvæddu fjórhjóladrifi, 8 gíra sjálfskiptingu og vél sem er 245 hestöfl er hröðunin frá 0 í 100 km 5,8 sek. Nýi 428i Coupe bíllin verður sýndur í sérstakri sportútgáfu með ríkulegum búnaði. BMW 525d xDrive er endurbætt útgáfa af 5 línunni sem er næst stærsta útgáfan í fólksbílalínunni frá BMW. Nýr BMW 525d xDrive er eins og nafnið bendir til með fjórhjóladrifi og 218 hestafla dísilvél sem notar einungis 5 lítra af eldsneyti í langkeyrslu. BMW 320d xDrive Grand Turismo er ný útgáfa í 3 línunni með mikið rými fyrir farþega og farangur. Nýr Grand Turismo er með 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl og eldsneytiseyðslu allt niður í 4,5 lítra á hundraði í langkeyrslu. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Nýr BMW 428i Coupe xDrive, nýr BMW 525d xDrive og nýr BMW 320d xDrive Grand Turismo bílar verða frumsýndir á BMW sýningu í BL á morgun, laugardag. Stjarna sýningarinnar verður nýr og glæsilegur tveggja hurða BMW 428i Coupe. Nýi fjarkinn er að mestu smíðaður á álgrind eins og 3 línan en er bæði breiðari, lægri og lengri eins og gjarnt er um sportbíla. Með xDrive tölvuvæddu fjórhjóladrifi, 8 gíra sjálfskiptingu og vél sem er 245 hestöfl er hröðunin frá 0 í 100 km 5,8 sek. Nýi 428i Coupe bíllin verður sýndur í sérstakri sportútgáfu með ríkulegum búnaði. BMW 525d xDrive er endurbætt útgáfa af 5 línunni sem er næst stærsta útgáfan í fólksbílalínunni frá BMW. Nýr BMW 525d xDrive er eins og nafnið bendir til með fjórhjóladrifi og 218 hestafla dísilvél sem notar einungis 5 lítra af eldsneyti í langkeyrslu. BMW 320d xDrive Grand Turismo er ný útgáfa í 3 línunni með mikið rými fyrir farþega og farangur. Nýr Grand Turismo er með 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl og eldsneytiseyðslu allt niður í 4,5 lítra á hundraði í langkeyrslu.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent