Hallgrímur Jónasson og félagar í SönderjyskE töpuðu stórt gegn Esjberg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Hallgrímur sem spilaði allar 90 mínútur leiksins á miðjunni gat ekki komið í veg fyrir 4-1 tap.
Sönderjyske náði minnka muninn á 92 mínútu eftir að Esjberg komst í 4-0 um miðbik seinni hálfleiks.
SönderjyskE situr í 9. sæti eftir leikinn, einu stigi fyrir ofan fallsæti.
