Samskiptavefurinn Twitter hefur sótt um skráningu á hlutabréfamarkað. Birt var yfirlýsing þess efnis á samskiptavefnum í kvöld.
Twitter hefur skilað gögnum til bandaríska fjármálaeftirlitsins en ekki er vitað hvenær útboð hefst. Útspilsins hefur verið beðið í nokkur ár og eftir að Facebook fór á almennan markað í fyrra var talið að Twitter fylgdi í kjölfarið.
Að sögn CNN er núna góður tími fyrir fyrirtækið að fara á hlutabréfamarkaðinn þar sem hann hefur reynst samskiptasíðum vel að undanförnu.
Twitter stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað
