Ldb Malmö, með Þóru Helgadóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs, heldur áfram að vinna leiki í sænska kvennaboltanum.
Liðið vann Jitex 2-0 og var þetta sjöundi sigur þeirra í deildinni í röð. Þóra og Sara Björk spiluðu báðar allan leikinn.
Anja Mittag kom Malmö yfir á 24. mínútu og Ramona Bachman innsiglaði sigurinn á 58. mínútu.
Ldb Malmö situr sem fastast í efsta sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum á undan Tyresö sem er í öðru sæti.
Ldb Malmö áfram á sigurbraut
Eyþór Atli Einarsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
