545 milljóna stöðumælasekt í Malmö Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 15:15 Flestum finnast stöðumælasektir hvimleiðar en þeim sænska greinilega ekki. Íbúar í borgum eru vanir að fá stöðumælasektir, en sumir fá fleiri en aðrir. Einn íbúi í Malmö í Svíþjóð hlýtur að eiga met í því að fá stöðumælasektir því hann skuldir sektir sem nema 30 milljónum sænskra króna, eða 545 milljónum íslenskra. Enn furðulegra er hvernig hann hefur safnað þeim. Hann hefur á þeim tíma sem þessi söfnun hans hefur staðið yfir keypt yfir 2.000 nýja bíla og svo skilur hann þá eftir hvar sem honum dettur í hug og kaupir bara þann næsta. Annaðhvort er hann gríðarlega efnaður eða hefur platað mjög marga á sinni vegferð. Að auki er hann ekki með ökupróf og hefur ekki haft það frá árinu 2010. Stöðumælasektir hljóta að vera dýrar í Malmö því ef heildarupphæðinni er deilt í þessi 2.000 brot hans er hver sekt uppá 272.000 krónur. Margir af þessum bílum hans hafa reyndar verið lengi á sínum ólöglega stað áður en armur laganna hefur komið til sögunnar. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Íbúar í borgum eru vanir að fá stöðumælasektir, en sumir fá fleiri en aðrir. Einn íbúi í Malmö í Svíþjóð hlýtur að eiga met í því að fá stöðumælasektir því hann skuldir sektir sem nema 30 milljónum sænskra króna, eða 545 milljónum íslenskra. Enn furðulegra er hvernig hann hefur safnað þeim. Hann hefur á þeim tíma sem þessi söfnun hans hefur staðið yfir keypt yfir 2.000 nýja bíla og svo skilur hann þá eftir hvar sem honum dettur í hug og kaupir bara þann næsta. Annaðhvort er hann gríðarlega efnaður eða hefur platað mjög marga á sinni vegferð. Að auki er hann ekki með ökupróf og hefur ekki haft það frá árinu 2010. Stöðumælasektir hljóta að vera dýrar í Malmö því ef heildarupphæðinni er deilt í þessi 2.000 brot hans er hver sekt uppá 272.000 krónur. Margir af þessum bílum hans hafa reyndar verið lengi á sínum ólöglega stað áður en armur laganna hefur komið til sögunnar.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent