Peugeot 308 R í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 11:30 Bílaframleiðendur keppast nú við að búa til spennu fyrir þeim bílum sem þeir sýna á bílasýningunni í Frankfurt fljótlega í næsta mánuði. Flestir bílanna sem sýndir verða þar eru í framleiðslu eða munu örugglega verða framleiddir. Svo eru aðrir sem bílaframleiðendurnir sýna til að fá viðbrögð frá sýningargestum og bílablaðamönnum. Einn slíkra bíla er þessi Peugeot 308 R, sem er kraftaútgáfa hins hefðbundna 308 bíls. R-bíllinn hefur fengið 270 hestafla vél sem er aðeins með 1,6 lítra sprengirými. Því skilar hver líter sprengirýmis heilum 170 hestöflum, sem gerist vart hærra. Þó skilar vélin í Mercedes Benz A45 AMG 8 hestöflum meira á hvern lítra sprnegirýmis. Þessa vél, sem verður í R-bílnum, má einnig finna í Peugeot RCZ R. Peugeot 308 R er lægri og breiðari og með lengra á milli hjóla en í venjulegum 308. Mjög fátt í yfirbyggingu bílsins kemur beint frá venjulegum 308 bíl. Aðeins þakið og húddið er þaðan, en framendinn, hliðarnar, hurðirnar, skottið og stuðararnir fengu sérsmíði og það úr koltrefjum. Sami mannskapur og smíðaði ofurbílinn Peugeot 208 T16 fyrir Sebastian Loeb hefur komið að smíði þessa nýja bíls svo von er á góðu. Í ljósi þess að Peugoet RCZ R fór í framleiðslu má alveg búast við því að þessi bíll verði einnig fjöldaframleiddur. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Bílaframleiðendur keppast nú við að búa til spennu fyrir þeim bílum sem þeir sýna á bílasýningunni í Frankfurt fljótlega í næsta mánuði. Flestir bílanna sem sýndir verða þar eru í framleiðslu eða munu örugglega verða framleiddir. Svo eru aðrir sem bílaframleiðendurnir sýna til að fá viðbrögð frá sýningargestum og bílablaðamönnum. Einn slíkra bíla er þessi Peugeot 308 R, sem er kraftaútgáfa hins hefðbundna 308 bíls. R-bíllinn hefur fengið 270 hestafla vél sem er aðeins með 1,6 lítra sprengirými. Því skilar hver líter sprengirýmis heilum 170 hestöflum, sem gerist vart hærra. Þó skilar vélin í Mercedes Benz A45 AMG 8 hestöflum meira á hvern lítra sprnegirýmis. Þessa vél, sem verður í R-bílnum, má einnig finna í Peugeot RCZ R. Peugeot 308 R er lægri og breiðari og með lengra á milli hjóla en í venjulegum 308. Mjög fátt í yfirbyggingu bílsins kemur beint frá venjulegum 308 bíl. Aðeins þakið og húddið er þaðan, en framendinn, hliðarnar, hurðirnar, skottið og stuðararnir fengu sérsmíði og það úr koltrefjum. Sami mannskapur og smíðaði ofurbílinn Peugeot 208 T16 fyrir Sebastian Loeb hefur komið að smíði þessa nýja bíls svo von er á góðu. Í ljósi þess að Peugoet RCZ R fór í framleiðslu má alveg búast við því að þessi bíll verði einnig fjöldaframleiddur.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent