Hljómsveitin The Pixies snýr aftur með nýtt efni Ómar Úlfur skrifar 3. september 2013 11:13 The Pixies ásamt Kim Deal þegar allt lék í lyndi. Hljómsveitin The Pixies sendi í gær frá sér fjögurra laga smáskífu sem heitir EP - 1. Þetta er fyrsta skífan sem að sveitin sendir frá sér með nýju efni síðan að Trompe Le Monde breiðskífan kom út árið 1991. Kim Deal bassaleikari The Pixies sendi frá sér yfirlýsingu í byrjun sumars þess efnis að hún væri hætt í sveitinni. Skömmu síðar kom yfirlýsing úr herbúðum Pixies um að von væri á nýju efni og alheimstúr væri í burðarliðnum. The Pixies hafa nú þegar staðfest nokkra tónleika á Írlandi og í Bretlandi í Nóvember. The Pixies nutu gríðarlegrar hylli í Evrópu á hátindi ferilsins á árunum 1988 til 1991. Neðanjarðarsenan í Ameríku tók sveitinni opnum örmum og hafði tónlist sveitarinnar t.d. gríðarleg áhrif á Kurt Cobain sem síðar átti eftir að slá rækilega í gegn með Nirvana. Kurt sagði oft í viðtölum að lagið Smells Like Teen Spirit, einn stærsti smellur Nirvana, hefði verið tilraun hans til að semja lag í anda The Pixies. Hér fyrir neðan má sjá myndband við eitt af nýju lögunum Indie Cindy. Harmageddon Mest lesið Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Endahnútur bundinn á Quarashi Harmageddon Þröstur upp á Heiðar stefna á útgáfu matardisks í kjölfar jólaplötunnar Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Sannleikurinn: Snjallsímar eiga 51,2% barna Harmageddon
Hljómsveitin The Pixies sendi í gær frá sér fjögurra laga smáskífu sem heitir EP - 1. Þetta er fyrsta skífan sem að sveitin sendir frá sér með nýju efni síðan að Trompe Le Monde breiðskífan kom út árið 1991. Kim Deal bassaleikari The Pixies sendi frá sér yfirlýsingu í byrjun sumars þess efnis að hún væri hætt í sveitinni. Skömmu síðar kom yfirlýsing úr herbúðum Pixies um að von væri á nýju efni og alheimstúr væri í burðarliðnum. The Pixies hafa nú þegar staðfest nokkra tónleika á Írlandi og í Bretlandi í Nóvember. The Pixies nutu gríðarlegrar hylli í Evrópu á hátindi ferilsins á árunum 1988 til 1991. Neðanjarðarsenan í Ameríku tók sveitinni opnum örmum og hafði tónlist sveitarinnar t.d. gríðarleg áhrif á Kurt Cobain sem síðar átti eftir að slá rækilega í gegn með Nirvana. Kurt sagði oft í viðtölum að lagið Smells Like Teen Spirit, einn stærsti smellur Nirvana, hefði verið tilraun hans til að semja lag í anda The Pixies. Hér fyrir neðan má sjá myndband við eitt af nýju lögunum Indie Cindy.
Harmageddon Mest lesið Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Endahnútur bundinn á Quarashi Harmageddon Þröstur upp á Heiðar stefna á útgáfu matardisks í kjölfar jólaplötunnar Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Sannleikurinn: Snjallsímar eiga 51,2% barna Harmageddon