Glerbygging bræðir nærstadda bíla Finnur Thorlacius skrifar 4. september 2013 10:30 Glerbyggingin við Fenchurch Street í London. Fjármálahverfið í London samanstendur að miklu leiti af glerbyggingum. Sú nýjasta, sem stendur við Fenchurch Street er 37 hæðir af engu nema gleri á ytra byrðinu. Hún virkar örugglega ágætlega sem hús fyrir peningateljara, en einnig sem „stækkunargler“. Gríðarmikið endurkast af sólarljósi stafar frá hliðum hennar, svo öflugt að nærstaddir bílar þola ekki hitann og plasthlutar þeirra einfaldlega bráðna eða aflagast. Það tók aðeins einn klukkutíma að eyðileggja sóllúguna á þessum Jaguar XJ, en hún aflagaðist svo mikið að ekki er hægt að gera við hana og eigandinn þarf að panta sér nýja, en umfram allt að ekki leggja aftur á sama stað við bygginguna. Annar óheppinn bíleigandi kom að bíl sínum með bráðnað mælaborð og sprungna Lucosade drykkjarflösku sem skreytti bíl hans óskemmtilega að innan. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent
Fjármálahverfið í London samanstendur að miklu leiti af glerbyggingum. Sú nýjasta, sem stendur við Fenchurch Street er 37 hæðir af engu nema gleri á ytra byrðinu. Hún virkar örugglega ágætlega sem hús fyrir peningateljara, en einnig sem „stækkunargler“. Gríðarmikið endurkast af sólarljósi stafar frá hliðum hennar, svo öflugt að nærstaddir bílar þola ekki hitann og plasthlutar þeirra einfaldlega bráðna eða aflagast. Það tók aðeins einn klukkutíma að eyðileggja sóllúguna á þessum Jaguar XJ, en hún aflagaðist svo mikið að ekki er hægt að gera við hana og eigandinn þarf að panta sér nýja, en umfram allt að ekki leggja aftur á sama stað við bygginguna. Annar óheppinn bíleigandi kom að bíl sínum með bráðnað mælaborð og sprungna Lucosade drykkjarflösku sem skreytti bíl hans óskemmtilega að innan.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent