Benni heldur uppá 50 ára sögu Porsche 911 Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2013 08:33 Frægasti sportbíll heims Porsche 911 kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963 og er hann því 50 ára á þessu ári. Í tilefni af afmælinu ætlar Bílabúð Benna , umboðsaðili Porsche á Íslandi, að halda upp á afmælið með veglegri afmælissýningu á morgun, laugardag milli 12 og 16. Hjá Benna verða til sýnis margar útgáfur af Porsche 911, sem endurspegla einstaka hönnunarsögu þessa frægasta sportbíls í heimi. Á hálfrar aldar sögu 911 hefur aldrei verið hnikað frá þeim gildum sem bílahönnuðurinn Ferdinand Porsche, lagði til grundvallar við smíðina. Hann átti að vera framúrskarandi sportbíll, þar sem stefnt er að fullkomnun án málamiðlana. Það segir sína sögu að 70% allra Porsche 911 sportbíla sem hafa verið framleiddir eru enn á götunum. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent
Frægasti sportbíll heims Porsche 911 kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1963 og er hann því 50 ára á þessu ári. Í tilefni af afmælinu ætlar Bílabúð Benna , umboðsaðili Porsche á Íslandi, að halda upp á afmælið með veglegri afmælissýningu á morgun, laugardag milli 12 og 16. Hjá Benna verða til sýnis margar útgáfur af Porsche 911, sem endurspegla einstaka hönnunarsögu þessa frægasta sportbíls í heimi. Á hálfrar aldar sögu 911 hefur aldrei verið hnikað frá þeim gildum sem bílahönnuðurinn Ferdinand Porsche, lagði til grundvallar við smíðina. Hann átti að vera framúrskarandi sportbíll, þar sem stefnt er að fullkomnun án málamiðlana. Það segir sína sögu að 70% allra Porsche 911 sportbíla sem hafa verið framleiddir eru enn á götunum.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent