Web.com draumur Ólafs úti Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 18:22 Ólafur Björn varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið. Mynd/GSÍ Möguleikar Ólafs Björns Loftssonar úr Nesklúbbnum á að vinna sér sæti á bandarísku Web.com mótaröðinni eru úr sögunni eftir að hann komst ekki áfram í forúrtökumóti sem lauk í gær í Brunswick, Georgíuríki. Ólafur hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari. Ekki hjálpaði möguleikum Ólafs á að komast áfram í mótinu að hann varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið sem háðu honum í sveiflunni. Ólafur var alvarlega að íhuga að draga sig úr keppni en barðist áfram og lauk leik í mótinu. Ólafur lék hringina þrjá á 74, 77 og 72 höggum. 37 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram á fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem er önnur sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafur var 10 höggum frá því að komast áfram. Tímabilinu er ekki lokið hjá Ólafi því hann mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í næsta mánuði í Frakklandi. Alls taka fjórir íslenskir kylfingar þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Auk Ólafs taka þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Ólafur Már Sigurðsson úr GR og Þórður Rafn Gissurarson úr GR einnig þátt í úrtökumótum á næstu vikum.Skorkortið hjá Ólafi í mótinu.Mynd/Skjáskot Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Möguleikar Ólafs Björns Loftssonar úr Nesklúbbnum á að vinna sér sæti á bandarísku Web.com mótaröðinni eru úr sögunni eftir að hann komst ekki áfram í forúrtökumóti sem lauk í gær í Brunswick, Georgíuríki. Ólafur hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari. Ekki hjálpaði möguleikum Ólafs á að komast áfram í mótinu að hann varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið sem háðu honum í sveiflunni. Ólafur var alvarlega að íhuga að draga sig úr keppni en barðist áfram og lauk leik í mótinu. Ólafur lék hringina þrjá á 74, 77 og 72 höggum. 37 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram á fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem er önnur sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafur var 10 höggum frá því að komast áfram. Tímabilinu er ekki lokið hjá Ólafi því hann mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í næsta mánuði í Frakklandi. Alls taka fjórir íslenskir kylfingar þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Auk Ólafs taka þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Ólafur Már Sigurðsson úr GR og Þórður Rafn Gissurarson úr GR einnig þátt í úrtökumótum á næstu vikum.Skorkortið hjá Ólafi í mótinu.Mynd/Skjáskot
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira