Annar Datsun á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 9. september 2013 13:15 Datsun Go er lítill og ódýr Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
Nissan ætlar að tefla fram Datsun merki sínu fyrir markaði þar sem þörf er á mjög ódýrum bílum. Fyrir um tveimur mánuðum síðan sýndi Nissan fyrsta bílinn í langan tíma sem ber Datsun merkið og mun hann heita hinu stutta nafni Go, alveg í stíl við smæð hans. Sá bíll er ætlaður fyrir Indónesíumarkað og það á einnig við næsta bíl með Datsun merkið, en hann verður sýndur þann 17. september í Jakarta. Bíllinn er hannaður af Datsun deild Nissan með smá hjálp frá móðurfyrirtækinu og mun aðeins kosta rúma milljón króna. Báðir Datsun bílarnir fara í sölu á næsta ári í Indónesíu og síðan verða þeir einnig til sölu í Indlandi, Rússlandi og S-Afríku. Ef vel tekst til má búast við að bílarnir verði í boði í fleiri löndum þar sem kaupgeta er ekki alveg eins mikil og á vesturlöndum.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent