Sara Björk Gunnarsdóttir var hetja LdB Malmö í kvöld er hún skoraði sigurmarkið í leik gegn Piteå. Markið kom á 80. mínútu og var eina mark leiksins.
Malmö er með fimm stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Piteå er í sjöunda sæti.
Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn fyrir Piteå og slíkt hið sama gerðu Sara Björk og Þóra B. Helgadóttir fyrir Malmö.
