White Lies syngja afmælissönginn fyrir X-ið 977 30. ágúst 2013 10:29 White Lies spjalla við blaðamann X977. White Lies er hljómsveit sem allir hlustendur X-ins ættu að þekkja enda hafa lög með sveitinni notið mikilla vinsælda á stöðinni. Þeir Harry McVeigh (Söngur/Gítar) og Charles Cave (Bassi) gáfu sér tíma til að spjalla við Orra á Reading hátíðinni og komu þeir víða við. White Lies spiluðu á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2008 og muna mjög vel eftir þeirri Íslandsheimsókn sem og Prikinu þar sem að þeir djömmuðu eftir tónleikana. Eins bera þeir Íslendingum vel söguna. Aðspurðir sögðust þeir vonast eftir því að spila aftur á Íslandi og töluðu um mikilvægi hátíða á borð við Iceland Airwaves sem veita ungum og upprenandi hljómsveitum tækifæri að heimsækja staði sem þær ættu annars ekki kost á að heimsækja. White Lies sendu nýverið frá sér þriðju breiðskífu sína og er það platan Big TV sem hefur verið að fá glimrandi dóma og líkt og allar aðrar plötur með sveitinni náði hún að komast á Topp 5 í Bretlandi. Strákarnir eru gríðarlega ánægðir með viðtökurnar enda segjast þeir hafa lagst í mikla vinnu við upptöku á plötunni og eru því mjög sáttir með að henni sé vel tekið. Þegar að þeir komust að því að X-ið sé að fagna 20 ára afmæli um þessar mundir vildu þeir endilega fá að syngja afmælissönginn fyrir stöðina. Hljómsveitin White Lies var stofnuð í London árið 2007 og var hljómsveitin ekki lengi að vekja athygli almennings sem og plötufyrirtækja. Í október 2008 kom hljómsveitin hingað til lands og spilaði í Iðnó á Iceland Airwaves hátíðinni. Það var svo í janúar 2009 að fyrsta plata sveitarinnar, To Lose My Life..., kom út og sló hún algjörlega í gegn, þökk sé lögum á borð við Death, To Lose My Life og Farewell To The Fairground, og fór platan beint á toppinn í Bretlandi. Tveimur árum síðar kom önnur plata þeirra, Ritual, út og sló hún einnig gegn og náði þriðja sætinu á breska listanum. Eftir þá plötu má segja að hljómsveitin hafi verið kominn í hóp þeirra stóru á Bretlandi og fylltu þeir m.a. Wembley Arena tónleikahöllina. Það var svo nú í ágúst að þriðja platan Big TV leit dagsins ljós og líkt og fyrri tvær plötur White Lies hefur hún farið vel af stað og komst í fjórða sæti á Breska listanum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Harmageddon Mest lesið David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Jack Live tónleikar á Húrra í kvöld Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Bombay Bicycle Club með tónleika í Hörpu í nóvember Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon
White Lies er hljómsveit sem allir hlustendur X-ins ættu að þekkja enda hafa lög með sveitinni notið mikilla vinsælda á stöðinni. Þeir Harry McVeigh (Söngur/Gítar) og Charles Cave (Bassi) gáfu sér tíma til að spjalla við Orra á Reading hátíðinni og komu þeir víða við. White Lies spiluðu á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2008 og muna mjög vel eftir þeirri Íslandsheimsókn sem og Prikinu þar sem að þeir djömmuðu eftir tónleikana. Eins bera þeir Íslendingum vel söguna. Aðspurðir sögðust þeir vonast eftir því að spila aftur á Íslandi og töluðu um mikilvægi hátíða á borð við Iceland Airwaves sem veita ungum og upprenandi hljómsveitum tækifæri að heimsækja staði sem þær ættu annars ekki kost á að heimsækja. White Lies sendu nýverið frá sér þriðju breiðskífu sína og er það platan Big TV sem hefur verið að fá glimrandi dóma og líkt og allar aðrar plötur með sveitinni náði hún að komast á Topp 5 í Bretlandi. Strákarnir eru gríðarlega ánægðir með viðtökurnar enda segjast þeir hafa lagst í mikla vinnu við upptöku á plötunni og eru því mjög sáttir með að henni sé vel tekið. Þegar að þeir komust að því að X-ið sé að fagna 20 ára afmæli um þessar mundir vildu þeir endilega fá að syngja afmælissönginn fyrir stöðina. Hljómsveitin White Lies var stofnuð í London árið 2007 og var hljómsveitin ekki lengi að vekja athygli almennings sem og plötufyrirtækja. Í október 2008 kom hljómsveitin hingað til lands og spilaði í Iðnó á Iceland Airwaves hátíðinni. Það var svo í janúar 2009 að fyrsta plata sveitarinnar, To Lose My Life..., kom út og sló hún algjörlega í gegn, þökk sé lögum á borð við Death, To Lose My Life og Farewell To The Fairground, og fór platan beint á toppinn í Bretlandi. Tveimur árum síðar kom önnur plata þeirra, Ritual, út og sló hún einnig gegn og náði þriðja sætinu á breska listanum. Eftir þá plötu má segja að hljómsveitin hafi verið kominn í hóp þeirra stóru á Bretlandi og fylltu þeir m.a. Wembley Arena tónleikahöllina. Það var svo nú í ágúst að þriðja platan Big TV leit dagsins ljós og líkt og fyrri tvær plötur White Lies hefur hún farið vel af stað og komst í fjórða sæti á Breska listanum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan.
Harmageddon Mest lesið David Beckham samþykkir að koma fram í nýju tónlistarmyndbandi Harmageddon Hljómsveitin Maus loksins aftur á svið Harmageddon Jack Live tónleikar á Húrra í kvöld Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon Strangheiðarlegur og hafður fyrir rangri sök Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Bombay Bicycle Club með tónleika í Hörpu í nóvember Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Sannleikurinn: "En á björtu nótunum þá hefst 30 ára afmælisdagskrá Rásar 2 á morgun“ Harmageddon Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon
Sannleikurinn: Íþróttamaður ársins vann sinn fyrsta titil í ár þegar hann var valinn íþróttamaður ársins Harmageddon