Benz bíll Werner Gerlach sýndur í Öskju Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 17:03 Mercedes Benz bíll Werner Gerlach Sérstakur Mercedes-Benz klúbbur er starfræktur á Íslandi og fagnar hann 10 ára afmæli á árinu, nánar tiltekið nú um miðjan ágúst. Í tilefni afmælisins verður Mercedes-Benz klúbburinn með veglega sýningu í Öskju um helgina þar sem sýndir verða margir glæsilegir Mercedes-Benz bílar frá ýmsum tímabilum. Af mörgum perlum á sýningunni má nefna Mercedes-Benz 290B árgerð 1937 en þessi bíll var embættisbíll Werner Gerlach, ræðismanns Þýskalands á Íslandi og líklega einn sögufrægasti bíll Íslandssögunnar. Bíllinn er talinn hafa verið njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. Bíllinn er uppgerður og allur sem nýr og er í gráum litum þýska flughersins Luftwaffe. Ekki hafa fundist í honum nein framleiðslunúmer, en það staðfestir líklega að bíllinn hafi verið sérpantaður af njósnadeild þýska hersins. Í blæju hans fannst árið 1969 þéttriðið loftnet sem bendir eindregið til þess að bíllinn hafi verið notaður sem færanleg talstöð ætluð til samskipta við kafbátaflota Þjóðverja í Norður-Atlantshafi. ,,Það eru um 250 félagar í Mercedes-Benz klúbbnum. Þetta er að sjálfsögðu afskaplega góður og virðulegur félagsskapur. Félagsmenn hafa allir mikið dálæti á Mercedes-Benz bílum og mikill fjöldi eðalbíla frá ýmsum tímaskeiðum þýska lúxusbílaframleiðandans er í eigu félagsmanna,“ segir Garðar Lárusson, formaður Mercedes-Benz klúbbsins. Stórstjörnusýningin í Öskju verður opin á morgun laugardag kl. 10-16 og á sunnudag kl. 12-16. Þar verða einnig frumsýndir nýir Mercedes-Benz E-Class og CLA. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent
Sérstakur Mercedes-Benz klúbbur er starfræktur á Íslandi og fagnar hann 10 ára afmæli á árinu, nánar tiltekið nú um miðjan ágúst. Í tilefni afmælisins verður Mercedes-Benz klúbburinn með veglega sýningu í Öskju um helgina þar sem sýndir verða margir glæsilegir Mercedes-Benz bílar frá ýmsum tímabilum. Af mörgum perlum á sýningunni má nefna Mercedes-Benz 290B árgerð 1937 en þessi bíll var embættisbíll Werner Gerlach, ræðismanns Þýskalands á Íslandi og líklega einn sögufrægasti bíll Íslandssögunnar. Bíllinn er talinn hafa verið njósnabíll Þjóðverja hér á landi í síðari heimstyrjöldinni. Bíllinn er uppgerður og allur sem nýr og er í gráum litum þýska flughersins Luftwaffe. Ekki hafa fundist í honum nein framleiðslunúmer, en það staðfestir líklega að bíllinn hafi verið sérpantaður af njósnadeild þýska hersins. Í blæju hans fannst árið 1969 þéttriðið loftnet sem bendir eindregið til þess að bíllinn hafi verið notaður sem færanleg talstöð ætluð til samskipta við kafbátaflota Þjóðverja í Norður-Atlantshafi. ,,Það eru um 250 félagar í Mercedes-Benz klúbbnum. Þetta er að sjálfsögðu afskaplega góður og virðulegur félagsskapur. Félagsmenn hafa allir mikið dálæti á Mercedes-Benz bílum og mikill fjöldi eðalbíla frá ýmsum tímaskeiðum þýska lúxusbílaframleiðandans er í eigu félagsmanna,“ segir Garðar Lárusson, formaður Mercedes-Benz klúbbsins. Stórstjörnusýningin í Öskju verður opin á morgun laugardag kl. 10-16 og á sunnudag kl. 12-16. Þar verða einnig frumsýndir nýir Mercedes-Benz E-Class og CLA.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent