Audi fagnar 500.000 TT bílum með sérútgáfu Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2013 10:15 Audi TT er orðinn 15 ára Audi kynnti TT til sögunnar árið 1998 og hefur nú framleitt hálfa milljón slíkra bíla. Eins og títt er fagnar Audi þessum áfanga með sérútgáfu bílsins, með 500 sérútbúnum TTS bílum sem ætlaðir eru til kappakstur. Bílarnir munu aðeins fást í tveimur litum, Imola gulum og Nimbus gráum. Bílarnir fá stóran afturvæng, líkum þeim sem er á Audi TT RS bílnum og bílarnir standa á 19 tommu felgum. Bílarnir verða fjórhjóladrifnir og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Grá leðurinnrétting með gulum saumum gera bílinn glæsilegan að innan og skjöldur sem tilgreinir hvar í röðinni 1 til 500 hver bíll er verður á mælaborðinu. Bílarnir verða aðeins seldir í Evrópu. Vélin í bílnum er sú sama og í hefðbundnum TTS bíl, það er 272 hestafla forþjöppudrifin og fjögurra strokka. Er sú vél 61 hestafli öflugri en í venjulegum Audi TT. Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent
Audi kynnti TT til sögunnar árið 1998 og hefur nú framleitt hálfa milljón slíkra bíla. Eins og títt er fagnar Audi þessum áfanga með sérútgáfu bílsins, með 500 sérútbúnum TTS bílum sem ætlaðir eru til kappakstur. Bílarnir munu aðeins fást í tveimur litum, Imola gulum og Nimbus gráum. Bílarnir fá stóran afturvæng, líkum þeim sem er á Audi TT RS bílnum og bílarnir standa á 19 tommu felgum. Bílarnir verða fjórhjóladrifnir og með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu með tveimur kúplingum. Grá leðurinnrétting með gulum saumum gera bílinn glæsilegan að innan og skjöldur sem tilgreinir hvar í röðinni 1 til 500 hver bíll er verður á mælaborðinu. Bílarnir verða aðeins seldir í Evrópu. Vélin í bílnum er sú sama og í hefðbundnum TTS bíl, það er 272 hestafla forþjöppudrifin og fjögurra strokka. Er sú vél 61 hestafli öflugri en í venjulegum Audi TT.
Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent