Hafnfirðingurinn Bjarni Þór Viðarsson kom félögum sínum í Silkeborg til bjargar í 1. umferð danska bikarsins í knattspyrnu í kvöld.
Silkeborg sótti neðrideildarlið Århus 1900 heim og lentu í bölvuðu basli. Gestirnir stjórnuðu gangi leiksins en skoruðu aðeins eitt mark í fyrri hálfleiknum og staðan 0-1 í hálfleik.
Á 65. mínútu var Bjarna Þór Viðarssyni skipt inn og hlutirnir fóru að gerast. Miðjumaðurinn skoraði fjórum mínútum eftir skiptinguna og gerði út um leikinn með öðru marki skömmu síðar. Tvö mörk á sjö mínútum og innkoman frábær hjá Bjarna.
Hvort lið skoraði einu sinni áður en yfir lauk. Silkeborg er komið í aðra umferð keppninnar.
