Þórlaug Ágústsdóttir, netsérfræðingur, varar við þessari uggvænlegu þróun á vefnum.
Ungar stúlkur sem senda kærustum sínum klúr myndbrot á Snapchat forritinu gera sér ekki grein fyrir því að viðtakandi getur hæglega vistað skjáskot sem svo er auðvelt að leka á aðra samfélagsmiðla.
„Ég hreinlega skil ekki að fólk skuli láta hafa sig út í það að vera að taka svona myndir vitandi það hvernig hægt er að nota þetta gegn okkur,“ segir Þórlaug sem leggur áherslu á að fólk brýni fyrir börnum sínum hversu hættulegt þetta geti verið.
Hægt er að hlusta á viðtal við Þórlaugu úr útvarpsþættinum Harmageddon í hljóðbroti hér að ofan og fyrir neðan er umræða um málið úr þættinum Pop Trigger á youtube.