Fótbolti

Fór ekki frá Bayern út af Guardiola

Gustavo fagnar meistaratitlinum með Bayern.
Gustavo fagnar meistaratitlinum með Bayern.
Það kom nokkuð á óvart þegar brasilíski landsliðsmaðurinn Luiz Gustavo var seldur frá Bayern München á dögunum. Hann fór til Wolfsburg þrátt fyrir áhuga Arsenal.

Margir héldu að hinn nýi spænski þjálfari Bayern, Pep Guardiola, hafi hrakið Gustavo frá félaginu en Brassinn segir svo ekki vera.

"Það er aldrei auðvelt að kveðja. Ég eignaðist marga vini hjá Bayern og þar á meðal er Pep Guardiola," sagði Gustavo.

"Hann sagði mér ekki að ég ætti ekki möguleika hjá félaginu. Hann tók í hönd mína og óskaði mér góðs gengis eftir síðustu æfingu mína með liðinu. Ég hefði getað verið áfram hjá Bayern og barist fyrir sæti mínu. Ég efast ekki um að ég hefði getað staðið mig vel hjá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×