Fulltrúar frá Bitcoin hittu yfirvöld í Bandaríkjunum á mánudag en yfirvöld þar vilja fræðast meira um hinn nýja gjaldmiðil. Þetta kemur fram í frétt The Guardian.
Ólíkt öðrum gjaldmiðlum er Bitcoin ekki gefið út af yfirvöldum neins staðar heldur var gjaldmiðilinn búinn til af tölvuforriti. En gjaldmiðilinn má nota í viðskiptum.
Yfirvöld víðsvegar hafa lýst yfir áhyggjum af notkun gjaldmiðilsins og telja að auðvelt sé að nýta hann við peningaþvætti og til þess að kaupa ólögmætan varning, til dæmis eiturlyf.
Talsmaður Bitcoin segir að tilgangurinn með fundinum hafi verið að reyna að auka skilning yfirvalda á nýju myntinni. Í því skyni að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir við reglusetningar vegna Bitcoin.
Talsmaðurinn vonast til þess að fundurinn verði til þess að koma í veg fyrir misskilning og hann heldur því fram að Bitcoin sé komin til þess að vera. Því sé mikilvægt að allir þekki myntina vel og hjálpist að við gera þær breytingar sem þarf að gera með tilkomu hennar.
Vaxandi skilningur yfirvalda á Bitcoin
Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar

Mest lesið

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni
Atvinnulíf