Örugg leið í skólann? Finnur Thorlacius skrifar 27. ágúst 2013 11:45 Gangbrautir eru víða illa merktar og vafi leikur á um hvort gangbraut er að ræða eða ekki Flestir grunnskólar landsins hefja vetrarstarfið nú í vikunni og þá flykkjast þúsundir barna út á göturnar á leið í og úr skóla. Leiðir margra þeirra liggja yfir umferðargötur og við þær. Því er það mjög mikilvægt að allir aðrir vegfarendur, ekki síst þeir sem stjórna vélknúnum farartækjum, fari um með sérstakri gát þar sem barna er að vænta. Sérstaklega á það við þar sem börnin þurfa að fara yfir umferðargötur. Af þessu tilefni vill FÍB vekja sérstaka athygli á þessum málum og hefur óskað eftir þátttöku almennings. Það er ámælisvert að mati FÍB hversu illa gönguleiðir yfir umferðargötur eru merktar hér á landi. Slæmar og óljósar merkingar við skóla og í grennd við þá hljóta að teljast sérstaklega varhugaverðar. Skólabörnin eiga heimtingu á því að að bestu og öruggustu göngustaðirnir yfir umferðargötur séu skilgreindir og merktir löglega og skýrt, svo ekkert fari á milli mála hjá börnunum sjálfum, né heldur ökumönnum sem um þessar götur aka. Í grannlöndum okkar tíðkast að merkja gangbrautir rækilega auk þess sem ökumönnum er gefið það skýrt og greinilega til kynna þegar þeir nálgast gangbraut. Það er gert með yfirborðsmerkingum, umferðarmerkjum og skiltum sem minna á það að sýna beri sérstaka varúð. Í stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavík hefur sú stefna verið ríkjandi um langt árabil að merkja ekki gangbrautir á lögbundinn hátt með hvítum og svörtum þverröndum. Hins vegar hafa einskonar gervigangbrautir verið gerðar sem skapa fullkomna óvissu bæði gangandi og akandi um það hvort þar sé gangbraut eða ekki. Þetta telur FÍB afar misráðið. Bæði zebrabrautirnar og gangbrautamerkin eru hluti tiltekins alþjóðlegs táknmáls. Það táknmál segir bæði akandi og gangandi að til staðar sé gangbraut yfir götu. Þar beri báðum – akandi og gangandi – skylda til að sýna fyllstu aðgát. FÍB vill hvetja fólk til að senda ljósmyndir af gangbrautum eða gervigangbrautum sem því finnst ógna öryggi barna og annarra vegfarenda. Sérfræðingar FÍB í vegamálum munu skoða ljósmyndir út frá merkingum og öryggissjónarmiðum. FÍB mun koma athugasemdum á framfæri til ábyrgðaraðila vegamála í hverju bæjarfélagi fyrir sig með ósk um úrbætur. Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Flestir grunnskólar landsins hefja vetrarstarfið nú í vikunni og þá flykkjast þúsundir barna út á göturnar á leið í og úr skóla. Leiðir margra þeirra liggja yfir umferðargötur og við þær. Því er það mjög mikilvægt að allir aðrir vegfarendur, ekki síst þeir sem stjórna vélknúnum farartækjum, fari um með sérstakri gát þar sem barna er að vænta. Sérstaklega á það við þar sem börnin þurfa að fara yfir umferðargötur. Af þessu tilefni vill FÍB vekja sérstaka athygli á þessum málum og hefur óskað eftir þátttöku almennings. Það er ámælisvert að mati FÍB hversu illa gönguleiðir yfir umferðargötur eru merktar hér á landi. Slæmar og óljósar merkingar við skóla og í grennd við þá hljóta að teljast sérstaklega varhugaverðar. Skólabörnin eiga heimtingu á því að að bestu og öruggustu göngustaðirnir yfir umferðargötur séu skilgreindir og merktir löglega og skýrt, svo ekkert fari á milli mála hjá börnunum sjálfum, né heldur ökumönnum sem um þessar götur aka. Í grannlöndum okkar tíðkast að merkja gangbrautir rækilega auk þess sem ökumönnum er gefið það skýrt og greinilega til kynna þegar þeir nálgast gangbraut. Það er gert með yfirborðsmerkingum, umferðarmerkjum og skiltum sem minna á það að sýna beri sérstaka varúð. Í stærsta sveitarfélagi landsins, Reykjavík hefur sú stefna verið ríkjandi um langt árabil að merkja ekki gangbrautir á lögbundinn hátt með hvítum og svörtum þverröndum. Hins vegar hafa einskonar gervigangbrautir verið gerðar sem skapa fullkomna óvissu bæði gangandi og akandi um það hvort þar sé gangbraut eða ekki. Þetta telur FÍB afar misráðið. Bæði zebrabrautirnar og gangbrautamerkin eru hluti tiltekins alþjóðlegs táknmáls. Það táknmál segir bæði akandi og gangandi að til staðar sé gangbraut yfir götu. Þar beri báðum – akandi og gangandi – skylda til að sýna fyllstu aðgát. FÍB vill hvetja fólk til að senda ljósmyndir af gangbrautum eða gervigangbrautum sem því finnst ógna öryggi barna og annarra vegfarenda. Sérfræðingar FÍB í vegamálum munu skoða ljósmyndir út frá merkingum og öryggissjónarmiðum. FÍB mun koma athugasemdum á framfæri til ábyrgðaraðila vegamála í hverju bæjarfélagi fyrir sig með ósk um úrbætur.
Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent