Toyota GT-86 gegn McLaren 12C Finnur Thorlacius skrifar 28. ágúst 2013 11:50 Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent
Það ætti að liggja ljóst fyrir að einn dýrasti og öflugasti sportbíll sem kaupa má, McLaren MP4 12C, fari létt með Toyota GT-86 á braut. McLaren 12C er 616 hestafla ofurkerra sem kostar eins og dágott einbýlishús. Sá Toyota GT-86 sem etur kappi við hann í þessu myndbandi er reyndar breyttur af Fensport og er með 335 hestöfl í farteskinu, í stað hefðbundinna 200 hestafla. Þarna munar næstum helmingi í afli á bílunum tveimur. Þrátt fyrir það má McLaren bíllinn hafa sig allan við að halda í Toyota bílinn sem er afar viljugur við að fara á hlið í hverri beygju. McLaren bíllinn er greinilega sneggri á beinum pörtum akstursbrautarinnar en Toyota GT-86 bíllinn vinnur það upp í beygjunum. Sjá má bílana tvo kljást í meðfylgjandi myndskeiði. Venjulegur GT-86 bíll kostar 25.000 dollara í Bandaríkjunum og ef 12.000 dollara breyting Fensport er bætt við sést að fyrir 37.000 dollara er hægt að keppa við 239.000 dollara bíl á jafnréttisgrundvelli.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent