Benz hyggur á stórsókn í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2013 08:45 Frá sýningarsal Mercedes Benz í Kína Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti á stærsta bílamarkaði heims í Kína og ætlar ekki að eftirláta öðrum lúxusmerkjum um hituna þar. Í sóknarplani Benz, sem ber nafnið „2020 Initiative“, felst að þar ætlar fyrirtækið að selja 300.000 bíla á ári strax árið 2015. Miklir fjármunir hafa verið settir í þetta verkefni og ætlar Benz að eyða 320 milljörðum króna til verksins. Einir 20 nýir eða endurnýjaðir bílar verðar kynntir á næstu tveimur árum í Kína. Ef að þessar áætlanir Benz standast verður Kína stærsti markaður fyrirtækisins og slær með því við sölu á heimamarkaðnum í Þýskalandi sem og í Bandaríkjunum. Mercedes Benz mun kynna nýlega uppfærðan E-Class bíl sinn fyrir Kínverjum í þessari viku og í kjölfarið fylgja S-Class og GLA-Class. Mercedes Benz hefur ekki náð miklum árangri á Kínamarkaði til þessa og verið slegið rækilega við af BMW og Audi. Í fyrra nam söluaukning Benz aðeins 4 prósentum í Kína, en söluaukningin hjá Audi var 32% og BMW 41%. Heildarsala Benz þá var 206.150 bílar. Benz ætlar að framleiða 70% þeirra bíla sem þeir munu selja í Kína þarlendis og með því spara mjög í flutningskostnaði og fyrir vikið geta boðið bíla sína á lægra verði. Benz fullyrðir að gæði þeirra bíla verði fyllilega sambærileg við gæði bíla þeirra sem smíðaðir verða í Þýskalandi. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent
Mercedes Benz ætlar sér stóra hluti á stærsta bílamarkaði heims í Kína og ætlar ekki að eftirláta öðrum lúxusmerkjum um hituna þar. Í sóknarplani Benz, sem ber nafnið „2020 Initiative“, felst að þar ætlar fyrirtækið að selja 300.000 bíla á ári strax árið 2015. Miklir fjármunir hafa verið settir í þetta verkefni og ætlar Benz að eyða 320 milljörðum króna til verksins. Einir 20 nýir eða endurnýjaðir bílar verðar kynntir á næstu tveimur árum í Kína. Ef að þessar áætlanir Benz standast verður Kína stærsti markaður fyrirtækisins og slær með því við sölu á heimamarkaðnum í Þýskalandi sem og í Bandaríkjunum. Mercedes Benz mun kynna nýlega uppfærðan E-Class bíl sinn fyrir Kínverjum í þessari viku og í kjölfarið fylgja S-Class og GLA-Class. Mercedes Benz hefur ekki náð miklum árangri á Kínamarkaði til þessa og verið slegið rækilega við af BMW og Audi. Í fyrra nam söluaukning Benz aðeins 4 prósentum í Kína, en söluaukningin hjá Audi var 32% og BMW 41%. Heildarsala Benz þá var 206.150 bílar. Benz ætlar að framleiða 70% þeirra bíla sem þeir munu selja í Kína þarlendis og með því spara mjög í flutningskostnaði og fyrir vikið geta boðið bíla sína á lægra verði. Benz fullyrðir að gæði þeirra bíla verði fyllilega sambærileg við gæði bíla þeirra sem smíðaðir verða í Þýskalandi.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent