Skoda Octavia í 4 milljónum eintaka Finnur Thorlacius skrifar 30. ágúst 2013 08:45 Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins. Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent
Í vikunni var framleiddur Skoda Octavia bíll sem telst fjórða milljónasta eintak hans í aðalverksmiðju Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi. Skoda Octavia var kynntur árið 1996 og á þeim 17 árum sem liðin eru hefur hann verið vinsælasti bíll Skoda og fyllt 38% af framleiðslu fyrirtækisins frá þeim tíma. Skoda Octavia var fyrsti nýi bíllinn sem Skoda kynnti eftir fall járntjaldsins, en þá var Volkswagen nýbúið að yfirtaka tékkneska framleiðandann. Skoda Octavia er ekki bara framleiddur í Tékklandi, heldur einnig í Kína, Rússlandi, Indlandi, Slóvakíu, Kazakhstan og Úkraínu. Það er önnur kynslóð bílsins sem selst hefur mest, eða í tæplega 2,5 milljón eintökum, en sú þriðja kom út á þessu ári og hafa nú þegar verið seld 70.000 eintök af honum á fáeinum mánuðum. Skoda Octavia var næst mest selda einstaka bílgerðin á Íslandi í fyrra, eftir Toyota Yaris, en var sú mest selda árið 2011. Í fyrra seldust um 500 eintök af Skoda Octavia á Íslandi, eða meira en 2 eintök á hverjum virkum degi ársins.
Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent