Forstjóri AOL rak undirmann sinn fyrir framan þúsund manns Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. ágúst 2013 13:35 Armstrong (t.v.) hafði ekki þolinmæði fyrir myndavél Lenz. samsett mynd Tim Armstrong, forstjóri fjölmiðlasamsteypunnar AOL, brást hinn versti við á þúsund manna símafundi á föstudag þegar einn undirmanna hans tók upp myndavél. Hann rak hann á staðnum svo allir heyrðu. „Abel, leggðu myndavélina frá þér. Þú ert rekinn. Út með þig,“ sagði Armstrong við Abel Lenz, yfirmann þróunarmála hjá Patch, sem er fréttavefur í eigu AOL, en fundurinn var einmitt haldinn til að ræða framtíð Patch. Stutt þögn fylgdi í kjölfar þessarar óhefðbundnu uppsagnar en svo hélt Armstrong fundinum áfram. Einn fundarmanna segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða, en svo smám saman áttað sig á að Armstrong væri fúlasta alvara. „No comment,“ tísti Lenz af öldurhúsi skömmu eftir fundinn, þar sem hann var án efa að drekkja sorgum sínum, en hvorki hann né Armstrong hafa viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Hlusta má á umræddan hljóðbút af fundinum hér fyrir neðan. Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tim Armstrong, forstjóri fjölmiðlasamsteypunnar AOL, brást hinn versti við á þúsund manna símafundi á föstudag þegar einn undirmanna hans tók upp myndavél. Hann rak hann á staðnum svo allir heyrðu. „Abel, leggðu myndavélina frá þér. Þú ert rekinn. Út með þig,“ sagði Armstrong við Abel Lenz, yfirmann þróunarmála hjá Patch, sem er fréttavefur í eigu AOL, en fundurinn var einmitt haldinn til að ræða framtíð Patch. Stutt þögn fylgdi í kjölfar þessarar óhefðbundnu uppsagnar en svo hélt Armstrong fundinum áfram. Einn fundarmanna segist fyrst hafa haldið að um grín væri að ræða, en svo smám saman áttað sig á að Armstrong væri fúlasta alvara. „No comment,“ tísti Lenz af öldurhúsi skömmu eftir fundinn, þar sem hann var án efa að drekkja sorgum sínum, en hvorki hann né Armstrong hafa viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Hlusta má á umræddan hljóðbút af fundinum hér fyrir neðan.
Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent