Grillað með Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2013 16:06 Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent
Bíl sem er 700 hestöfl, 2,9 sekúndur í hundraðið og hefur 350 km hámarkshraða er náttúrulega margt til lista lagt, meðal annars að grilla pylsur. Lamborghini Aventador verður þó að teljast með dýrari grillum, því fá þeirra kosta ríflega 31 milljón króna. Hann hefur þó þann kost að vera tiltölulega snöggur að grilla pylsurnar, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Það tekur aðeins um 15 sekúndur en krefst þess reyndar að snúningshraðinn sé settur í 8.250 svona fimm sinnum. Við það koma ógurlegar eldtungur frá útblástursröri bílsins sem nýtist vel til hraðgrillunar. Eina grillverkfærið sem þarf til verksins er langt prik og grillarinn sjálfur þarf að vera hugaður og þola hávaða vel.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent