Hallbera Guðný Gísladóttir og félagar hennar í sænska liðinu Piteå unnu fínan heimasigur, 2-0, gegn Sunnanå í kvöld.
Hallbera lék allan leikinn í vörn Piteå sem komst upp úr fallsæti með sigrinum. Sunnanå situr sem fastast á botni deildarinnar.
Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn í vörn SönderjyskE sem gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Vestsjælland.
Danska deildin er tiltölulega nýfarin af stað aftur og SönderjyskE siglir lygnan sjó um miðja deild eftir fjóra leiki.

